Dr. Rúnar Leifsson tekur við embætti forstöðumanns af Dr. Kristínu Huld Sigurðardóttur
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett Dr. Rúnar Leifsson tímabundið í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, eða til eins árs. Rúnar er með doktorspróf í fornleifafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað við opinbera stjórnsýslu undanfarin ár, bæði hjá Minjastofnun Íslands og í Stjórnarráðinu.
Á sama tíma og við tökum vel á móti Rúnari kveðjum við Dr. Kristínu Huld Sigurðardóttur og þökkum henni fyrir gott samstarf á liðnum árum sem og hennar mikilvæga framlag til minjavörslu á Íslandi síðastliðna áratugi.