Fara í efni

Fræðslufundur Húsverndarstofu 18. maí

Húsverndarstofa stendur fyrir fræðslufundi um viðhald og viðgerðir eldri húsa 18. maí nk. kl. 16 - 18 í Kornhúsinu í Árbæjasafni.  Á fundinum verður fjallað um yfirborðsmeðhöndlun utan húss þ.e. málun útvegggja, hurða, glugga og þaka.  Fjallað verður um málun á timbri, steinsteypu, múr og málmum.  

Á fundinum munu sérfræðingar á sviði málunar og utanhússviðhalds fjalla um verndun yfirborðs byggingarefna fyrir tæringu, fúa og öðru niðurbroti.  Fjallað verður um mismunandi efni og aðferðir við að hreinsa, verja, grunna og mála hús.  Einnig munu framleiðendur og söluaðilar málningar kynna þau efni sem þeir hafa á boðstólum og mun gestum gefast kostur á að prófa efni.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

 

Frekari upplýsingar veitir –

Ólafur Ástgeirsson 

Sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs
IÐAN fræðslusetur
Vatnagarðar 20, 104 Reykjavik

Sími: +(354) 590 6400. 
GSM: +(354) 692 2103.