Fara í efni

Fréttatilkynning - Tillaga að friðlýsingu hafnargarðs á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík

Minjastofnun Íslands hefur með ákvörðun á grundvelli 18., 19. og 20. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. Um er að ræða garð sem að grunni til er reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913-1917 en var færður fram um 6-7 metra árið 1928 í tengslum við vegabætur við höfnina.  Málið er nú úr höndum Minjastofnunar Íslands sem getur þar af leiðandi ekki svarað neinum fyrirspurnum vegna erindisins.