Friðlýsing hafnargarðs á lóðinni Austurbakka 2 í Reykjavík
Fridlysing-hafnargards-a-lod-Austurbakka-2-Reykjavik-dags-22-10-2015
Með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar hefur settur forsætisráðherra ákveðið að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa hafnargarð á lóðinni Austurbakka 2 í Reykjavík. Friðlýsingin tekur til hafnargarðs sem stendur í suður hluta lóðarparts sem Landstólpi þróunarfélag ehf. hefur yfir að ráða og er hluti af stærri lóð sem kallast Austurbakki 2 í Reykjavík. Tekur friðlýsingin til alls mannvirkisins. Á sömu lóð er bólverk sem hlaðið var fyrir aldarmótin 1900. Friðlýsing þessi tekur ekki til þeirra minja.