Fara í efni

Friðlýsing sex húsa

Duushus, Keflavík
Duushus, Keflavík

Með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga um menningarminjar, nr. 80/2012, hefur forsætisráðherra ákveðið að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa eftirtalin hús:

Gamla barnaskólann Strandgötu 5, BíldudalFriðlýsingin tekur til ytra borðs hússins.

Breiðabólsstaði á Álftanesi. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins.

Fischershús, Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins, upprunalegra innviða, búðarinnréttingar og leifar hlaðinna steinveggja á lóð þess.

Bryggjuhús, Duusgötu 2 í Reykjanesbæ. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins, upprunalegra innviða þess, lyftuhjóls og tengds búnaðar og steinhleðslna á lóð sjávarmegin við húsið.

Bíósal, Duusgötu 4 í Reykjanesbæ. Friðlýsingin nær til ytra borðs hússins og upprunalegra innviða þess.

Gömlu búð, Duusgötu 5 í Reykjanesbæ. Friðlýsingin nær til ytra borðs hússins og upprunalegra innviða þess.