Friðun Freyjugötu 46 í Reykjavík
Freyjugata 46
Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun friðaði mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, húsið að Freyjugötu 46 í Reykjavík, 19. maí 2011, að tillögu Húsafriðunarnefndar.
Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
Húsið var teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt árið 1933. Tilkoma fúnksjónalismans um 1930 olli þáttaskilum í íslenskri byggingarlist. Hann birtist einna fyrst í íbúðarhúsum sem Sigurður Guðmundsson teiknaði á árunum 1929-31. Af þeim er Freyjugata 46 eina húsið sem haldið hefur upphaflegum form- og útlitseinkennum.