Grjóthleðslunámskeið
Fornverkaskólinn heldur grjóthleðslunámskeið í Flatatungu á Kjálka dagana
30. apríl - 3. maí 2009.
Á námskeiðinu verður kennd hleðsla á vegg úr náttúrulegu grjóti og farið
yfir helstu hugtök, verkfæri og aðferðir sem notuð eru við grjóthleðslu. Auk
þess verður farið yfir viðgerðir á gömlum hleðslum.
Kennari á námskeiðinu er Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf.
Námskeiðsgjald er 45.000 kr.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga, hjá Bryndísi Zoëga á
bryndisz@skagafjordur.is eða í síma 453-5097.