Högna Sigurðardóttir - Efni og andi í byggingarlist
Högna Sigurðardóttir arkitekt ánafnaði Listasafni Reykjavíkur nýlega öllu teikningasafni sínu. Í tilefni af þeirri rausnarlegu gjöf og því að Högna fagnaði áttræðis afmæli sínu á dögunum hefur verið opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á byggingarlist hennar með áherslu á íslensk verk, byggð sem óbyggð. Þetta er fyrsta einkasýning á verkum Högnu Sigurðardóttur á Íslandi og er hún unnin í náinni samvinnu við Arkitektafélag Íslands.
Sýningin stendur til 31. janúar 2010. Húsafriðunarnefnd styrkti gerð sýningarinnar.