Hótel Borg friðuð

Hótel Borg
Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun friðaði mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, húsið að Pósthússtræti 11, Hótel Borg, í Reykjavík, 27. október 2011, að tillögu Húsafriðunarnefndar. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
Guðjón Samúelsson arkitekt teiknaði Hótel Borg fyrir Jóhannes Jósefsson fyrir Alþingishátíðina 1930.