Fara í efni

Hróður Stangar berst víða

Nýlega birtist grein um Stangarverkefni Minjastofnunar Íslands og Skeiða- og Gnúpverjahrepps í stærsta íranska tímaritinu um verkfræði og arkitektúr.

Karl Kvaran, arkitekt og skipulagsfræðingur og arkitektinn Sahar Ghaderi, sem er írönsk og kennir við háskóla í Íran, unnu hugmyndasamkeppni um bætt aðgengi að minjum í Þjórsárdal og miðlun upplýsinga um þær.

Í sumar verður unnið að stígagerð og við lagfæringar á umhverfi minjanna á Stöng.