Húsafriðunarnefnd hefur verið skipuð
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað húsafriðunarnefnd sbr. ákvæði 9. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Skipunartímabil er frá 1. maí 2021 til 30. apríl 2025.
Húsafriðunarnefnd er þannig skipuð:
Arnhildur
Pálmadóttir formaður, skipuð án tilnefningar,
Ágúst Hafsteinsson varaformaður, skipaður án
tilnefningar,
Sigbjörn Kjartansson tilnefndur af Arkitektafélagi
Íslands,
Magnús Karel Hannesson tilnefndur af Sambandi
íslenskra sveitarfélaga,
Helga Maureen Gylfadóttir tilnefnd sameiginlega af
ICOMOS, ICOM og FÍSOS.
Varamenn eru.
Hanna Rósa Sveinsdóttir skipuð án tilnefningar,
Guðmundur Þór Guðmundsson skipaður án tilnefningar,
Gunnþóra Guðmundsdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi
Íslands,
Margrét Þormar tilnefnd af Sambandi Íslenskra
sveitarfélaga,
Örlygur Kristfinnsson tilnefndur sameiginlega af
ICOMOS, ICOM og FÍSOS.
Nánari upplýsingar um húsafriðunarnefnd má finna hér .