Fara í efni

Húsafriðunarnefnd veitir viðurkenningar

 

Við opnun sýningar í tilefni útkomu 15. og 16. binda ritraðarinnar Kirkjur Íslands í safnaðarheimili Stykkishólmskirkju 3. september s.l.  veitti Húsafriðunarnefnd þeim Rakel Olsen og Sturlu Böðvarssyni viðurkenningar fyrir gott og ósérhlíft starf í þágu húsverndar í Stykkishólmi. Eljusemi og barátta þeirra mörg undanfarin ár fyrir verndun varðveisluverðrar byggðar og einstakra húsa hefur skilað undraverðum árangri. vidurkenning

Sturla Böðvarsson hafði frumkvæði að því árið 1978 sem sveitarstjóri í Stykkishólmi að Hörður Ágústsson gerði húsakönnun í elsta hluta bæjarins. Reyndist sú vinna vera sá grunnur sem verndun húsa í Stykkishólmi hefur byggst á. Síðar sat Sturla í Húsafriðunarnefnd og vann á þeim vettvangi ötullega að húsvernd víða um land.

Rakel Olsen hefur unnið að endurgerð og viðgerð nokkurra húsa í Stykkishólmi sem vakið hefur eftirtekt og aðdáun víða um land fyrir fádæma vandvirkni. Má í því sambandi nefna hús í hennar eigu Tang og Riis, Clausenshús og Frúarhús en einnig þátttöku hennar í viðgerð Stykkishólmskirkju hinnar eldri.

Á myndinni má sjá þau Rakel og Sturlu ásamt Nikulási Úlfari Mássyni forstöðumanni Húsafriðunarnefndar og Hjörleifi Stefánssyni formanni nefndarinnar.