Fara í efni

Kirkjur Íslands - hádegisfyrirlestur á þriðjudag

 

Þriðjudaginn 29. október kl. 12 mun Þorsteinn Gunnarsson halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands um ritröðina Kirkjur Íslands þar sem fjallað er um allar friðaðar kirkjur landsins, gripi og minningarmörk.

Minjastofnun Íslands stendur að ritröðinni ásamt Biskupsstofu og Þjóðminjasafni Íslands, en Hið íslenska bókmenntafélag annast dreifingu bókanna. Út eru komin 22 bindi og von er á 23. bindi snemma á næsta ári en áætlað er að bindin verði alls 28 og útgáfunni ljúki 2016. Þorsteinn mun segja frá aðdragandanum og undirbúningsvinnunni og gera grein fyrir efnistökum og útgáfunni í heild.

 

Fyrirlesturinn er öllum opinn.