Leiðbeiningarit og skráningarform við gerð húsakannana
Minjastofnun Íslands hefur gefið út leiðbeiningarit um skráningu húsa og mannvirkja og gerð húsakannana. Í ritinu er gerð grein fyrir þeim
kröfum sem Minjastofnun Íslands gerir um skráningu fyrir hvert skipulagsstig.
Ritið er ætlað skipulagsyfirvöldum, skipulagshöfundum og þeim sem vinna að
skráningu húsa og mannvirkja og gerð húsakannana.
Leiðbeiningaritið má nálgast hér .
Jafnframt er komin út ný útgáfa af skráningarforminu sem
Minjastofnun gerir kröfu um að sé notað við gerð húsakannana, sem nú hefur fengið nafnið Huginn. Aðgang að Hugin er hægt að fá með því að senda ósk þess efnis á netfangið husaskraning@minjastofnun.is .