Loftslagsstefna Minjastofnunar Íslands
Minjastofnun Íslands hefur hafið innleiðingu grænna skrefa skv. verkefninu Græn skref fyrir ríkisstofnanir.
Einn liður í innleiðingu grænna skrefa, og skylda ríkisstofnana skv. lögum um loftslagsmál nr. 70/2012, er að samþykkja og innleiða loftslagsstefnu fyrir stofnunina. Var sú stefna samþykkt af forstöðumanni þann 17. október 2022. Loftslagsstefnuna má nálgast hér .
Starfsfólk stofnunarinnar er spennt fyrir næstu skrefum og ánægt með að geta lagt sitt af mörkum til baráttunnar við loftslagsbreytingar.