Menningararfurinn - stefna um varðveislu og aðgengi
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögur að tveimur stefnum um menningararf og safnamál. Önnur þeirra, Menningararfurinn - stefna um varðveislu og aðgengi, var unnin undir forystu Minjastofnunar Íslands og samkvæmt ákvæðum laga um menningarminjar. Stefnan var unnin af tíu manna stýrihópi ásamt ráðgjöfum og verkefnastjóra á árunum 2018-2020. Tillögu var skilað til mennta- og menningarmálaráðuneytis í desember 2020 og var hún samþykkt nú í júní 2021.
Eftirtaldir aðilar skipuðu stýrihóp um vinnuna: Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, Gunnþóra Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Kvikmyndasafni Íslands, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður og Rúnar Leifsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Verkefnastjóri var Ásta Hermannsdóttir, hjá Minjastofnun Íslands. Ráðgjafar voru Þórður Sverrisson og og Sigurjón Þórðarson, hjá Stratagem.
Hér má sjá frétt ráðuneytisins um stefnurnar og endanlegt stefnuskjal.
Einnig var gerður bæklingur sem dregur út helstu áherslur stefnunnar. Hann má finna hér.