Menningarminjadagar Evrópu 2019
Menningarminjadagar Evrópu (European Heritage Days) 2019 verða haldnir hátíðlegir um alla Evrópu frá ágúst og fram í október. Á Íslandi fer megindagskrá menningarminjadaganna fram helgina 30. ágúst - 1. september.
Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu. Allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Evrópuráðið heldur utan um European Heritage Days.
Enn er hægt að skrá viðburði á dagskrá menningararfsársins og er nánari upplýsingarum menningarminjadagana og skráningu viðburða að finna hér.
Viðburðirnir eru öllum opnir og allir eru velkomnir!
Eftirfarandi viðburðir eru komnir á dagskrá menningarminjadaga Evrópu á Íslandi:
Fræðsluganga í Skaftafelli – Vatnajökulsþjóðgarður. Miðvikudaginn 28. ágúst kl.13. Gengið verður upp að Seli þar sem fram fer dagskrá sem byggist fyrst og fremst á upplestri og söng. Viðburðurinn á Facebook síðu Vatnajökulsþjóðgarðs: https://www.facebook.com/events/416502595641134/
Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum – Hurstwick og Eiríksstaðir. Föstudaginn 30. ágúst – sunnudagsins 1. ágúst. Hátíð helguð járngerð, tilraunafornleifafræði og öðrum spennandi hlutum. Viðburðurinn á Facebook síðum Eiríksstaða og Hurstwick: https://www.facebook.com/events/594329801063394/
Opinn dagur á Tyrfingsstöðum í Skagafirði – Byggðasafn Skagfirðinga/Fornverkaskólinn. Laugardaginn 31. ágúst kl. 14. Gestum gefst tækifæri á að kynna sér Tyrfingsstaði og þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað þar á síðustu árum. Viðburðurinn á Facebook síðu Byggðasafns Skagfirðinga: https://www.facebook.com/events/591046991423341/
Fræðsluganga um Kollsvík – Byggðasafnið á Hnjóti og Valdimar Össurarson. Laugardaginn 31. ágúst kl. 14. Gengið verður um Kollsvík og þar m.a. skoðuð Kollsvíkurver, Láganúpsver og hesthúsið á Hólum, sem talið er elsta hús landsins til atvinnunota.
"Prýðileg reiðtygi" og "Söðuláklæðin gömlu" - fyrirlestrar í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Sunnudaginn 1. september kl. 15. Fjallað verður um söðla og reiðtygi út frá handverki og sögu í tveimur áhugaverðum fyrirlestrum.
Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrána á Íslandi en einnig í öðrum löndum, eigi fólk leið um Evrópu þessa mánuði.