Fara í efni

Menningarverðlaun DV í byggingarlist

 

Úr DV 10. mars 2010:

Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
Ritstjórn: Halldóra Arnardóttir og Pétur H. Ármannsson
Hönnun: Halldór Þorsteinsson
Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson

Rökstuðningur dómnefndar:
Bókin er löngu tímabært yfirlit yfir verk Manfreðs Vilhjálmssonar frá rúmlega hálfrar aldar starfsferli. Þar má meðal annars sjá sum af hans merkustu verkum sem þegar hafa þurft að víkja fyrir fjöldaframleiddum nútímabyggingum. Bókin er mikilvæg áminning til íslensks samfélags um að líta sér nær og þekkja sinn styrk í hógværum snillingum heima fyrir áður en gáttin er opnuð gagnrýnislaust út á við. Í bókinni eru þrjár vandaðar greinar eftir Halldóru Arnardóttur, Aðalstein Ingólfsson og Pétur H. Ármannsson, sem fjalla um verk Manfreðs frá þremur ólíkum sjónarhornum. Fjöldi mynda prýðir bókina og eru flestar eftir Guðmund Ingólfsson.
Verkið er allt hið vandaðasta og unnið af stakri fagmennsku og alúð.

 

Útgáfa bókarinnar var styrkt af Húsafriðunarsjóði.