Minjaráð
Við upphaf árs tóku til starfa minjaráð um land allt. Minjaráðin eru átta, eitt á hverju minjasvæði, og er kveðið á um skipun þeirra í 10. gr. laga um menningarminjar (80/2012). Samkvæmt greininni eru minjaráð:
„...samráðsvettvangur hvers minjasvæðis sem ætlað er að fjalla um menningarminjar, varðveislu þeirra og nýtingu í þágu samfélagsins í samráði við Minjastofnun Íslands og höfuðsöfn sem skilgreind eru samkvæmt safnalögum, svo og önnur helstu söfn og stofnanir sem vinna að varðveislu menningarminja.“
Minjaráð eru samráðsvettvangur um varðveislu og nýtingu menningarminja á hverju svæði. Minjaráð beita sér fyrir verkefnum á sviði minjavörslu, til eflingar byggðar og atvinnusköpunar meðal annars með ályktunum sem beint er til sveitarstjórna eða annarra þar til bærra stjórnvalda. Minjaráð hefur frumkvæði að uppbyggilegum verkefnum í héraði og getur boðið gestum á fundi, til samræðu og samráðs eða sérfræðingum til kynninga og fyrirlestrahalds, t.d. á sviði skipulagsmála eða húsverndar. Minjaráð geta einnig farið í vettvangsferðir og skoðað minjar og staði á svæðinu.
Sex fulltrúar sitja í ráði hvers minjasvæðis auk þess sem minjavörður á hverju svæði er formaður síns minjaráðs. Fulltrúarnir eru skipaðir til fjögurra ára í senn af þremur aðilum: samband sveitarfélaga á minjasvæðinu tilnefnir tvo fulltrúa, þjóðminjavörður tilnefnir tvo og Minjastofnun Íslands tilnefnir tvo. Fundir minjaráða eru haldnir a.m.k. tvisvar á ári og eru fundargerðir birtar á heimasíðu Minjastofnunar Íslands. Það er lögbundið hlutverk hvers minjavarðar að stýra fundum minjaráðs innan síns minjasvæðis. Auk þess heldur minjavörður uppi upplýsingaflæði og samskiptum við aðra fulltrúa, getur hjálpað til við að þróa verkefni og ýta þeim úr vör.
Efstu tveir fulltrúar í hverjum landshluta eru skipaðir af viðkomandi sambandi sveitarfélaga, næstu tveir af Þjóðminjasafni Íslands og síðustu tveir af Minjastofnun Íslands.
Höfuðborgarsvæðið:
Nikulás Úlfar Másson, arkitekt og skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg
Sólveig Jóhannsdóttir, umhverfisfulltrúi í Kópavogi
Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar
Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur
Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar
Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar
Vesturland:
Eyþór Garðarsson, forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði
Einar Brandsson, varaforseti bæjarstjórnar á Akranesi
Jón Allansson, forstöðumaður Safnasvæðisins á Akranesi
Ágúst Ó. Georgsson, safnvörður þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands
Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi og varamaður í sveitarstjórn Skorradalshrepps
Sigurður Þórólfsson, bóndi
Vestfirðir:
Guðrún Stella Gissurardóttir, fulltrúi í bæjarstjórn Bolungavíkurkaupstaðar
Ingibjörg Emilsdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Strandabyggðar
Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða
Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands
Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða
Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar
Norðurland vestra:
Gunnsteinn Björnsson, fulltrúi í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra
Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga
Guðmundur Lúther Hafsteinsson, safnvörður húsasafns Þjóðminjasafns Íslands
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum
Ingibergur Guðmundsson, menningarfulltrúi Norðurlands vestra
Norðurland eystra:
Steinunn María Sveinsdóttir, fulltrúi í bæjarstjórn Fjallabyggðar
Sif Jóhannesdóttir, fulltrúi í bæjarstjórn Norðurþings
Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands
Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri
Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði – starfsstöð í Ásbyrgi
Baldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Urðarbrunns
Austurland:
Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps
Skúli B. Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar
Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Elfa Hlín Pétursdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú
Þorvaldur P. Hjarðar, svæðisstjóri vinnueftirlitsins og formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs
Marínó Stefánsson, tæknimaður á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar
Suðurland:
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra
Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu
Linda Ásdísardóttir, safnvörður í Húsinu á Eyrarbakka
Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri Skógasafns
Ólafía Jakobsdóttir, forstöðumaður Kirkjubæjarstofu
Hreinn Óskarsson, skógarvörður Suðurlands, Skógrækt ríkisins
Suðurnes:
Eysteinn Eyjólfsson, varabæjarfulltrúi hjá Reykjanesbæ
Eydís Mary Jónsdóttir, staðgengill forstöðumanns Þekkingarseturs Suðurnesja
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar
Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Garðskaga
Eggert S. Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark
Helga Ragnarsdóttir, Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar