Fara í efni

Minjaráð Suðurnesja

Nýlega voru skipaðir fulltrúar í minjaráð Suðurnesja og kom ráðið saman til fyrsta fundar 27. febrúar s.l.  Minjaráð starfar skv. lögum um menningarminjar og er samráðsvettvangur um varðveislu og nýtingu menningarminja á minjasvæðinu.  Minjasvæði Suðurnesja nær yfir fimm sveitarfélög,  Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Sveitarfélagið Garð og Sveitarfélagið Voga.

Í minjaráði Suðurnesja sitja:  Eydís Mary Jónsdóttir og Eysteinn Eyjólfsson, skipuð af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Eyrún Helga Ævarsdóttir og Sigrún Ásta Jónsdóttir, skipaðar af þjóðminjaverði, Helga Ragnarsdóttir og Eggert S. Jónsson skipuð af Minjastofnun Íslands og Kristinn Magnússon starfsmaður Minjastofnunar Íslands.