Fara í efni

Nám í íslenskri hleðslutækni

Hleðsluskólinn og Torf og Grjót munu  í sumar standa fyrir nokkrum námskeiðum í íslenskri hleðslutækni. Meginhluti námskeiðanna mun fara fram á torfbænum að Austur-Meðalholtum í Flóa og í nágrenni hans, en þar er jafnframt aðsetur Íslenska bæjarins >mýkt-hlýja-aðlögun<.

Námskeiðin eru skilgreind sem  áfangar í námi í íslenskri hleðslutækni.

 

16.-17. maí.  Almennt grunnnámskeið. Helstu aðferðir í hefðbundnum veggjarhleðslum verða skoðaðar í samhengi við sögu og samhengi torfbygginga.  Lykilhugtök, verkfæri og tækniatriði verða rædd og skilgreind. Verkleg þjálfun í gerð veggja með torfi og grjóti. 

Leiðbeinendur verða Víglundur Kristjánsson fornhleðslumeistari, Hannes Lárusson myndlistarmaður og framkvæmdastjóri Íslenska bæjarins og Högni Sigurþórsson myndlistarmaður og leikmyndahönnuður.

Námskeiðsgjald er 20.000 kr miðað við tvo daga frá 9-18:00.   Hádegismatur og kaffi innifalið í gjaldi. Nauðsynleg verkfæri eru á staðnum.  Þátttakendur skulu hafa með sér hlífðarfatnað, stígvél og vinnuhanska.  

 

Í sumar og haust verður einnig boðið upp á framhaldsnámskeið þar sem áhersla verður lögð á einstakar hleðslugerðir og mismunandi tilbrigði og tækniatriði skoðuð og skilgreind. Einnig er möguleiki á að bjóða upp á lengri eða styttri sérsniðin námskeið og/eða fyrirlestra um íslensknn torfbæjararf fyrir tiltekna hópa.

Á námskeiðunum verður lagt jöfnum höndum upp úr handverki og notkun hefðbundinna verkfæra, hugmyndafræði torfbygginga og fagurfræðilegum sérkennum. Umsjón námskeiða eru jafnan í höndum færstu manna. Tímasetningar og nánanri útfærsla einstakra námskeiða verða tilkynnt á: www.islenskibaerinn.com   

 

Þeir sem áhuga hafa eða vilja frekari upplýsingar er velkomið að hafa samband við Hannes Lárusson í síma 694 8108 eða >hanlar@islenskibaerinn.com<