Fara í efni

Námskeið Fornverkaskólans

Tyrfingsstadir
Tyrfingsstadir

 

Námskeiðin eru tvö:

 

Fyrra námskeiðið verður haldið á Tyrfingsstöðum í Skagafirði 8. til 12. júní 2009.

  • Á námskeiðinu verður framhús torfbæjarins á Tyrfingsstöðum tekið niður og áhersla verður lögð á uppmælingar, skráningar og viðgerðir á viðum úr húsinu.

 

Síðara námskeiðið verður haldið á Tyrfingsstöðum í Skagafirði 31. ágúst til 4. september 2009.

  • Á námskeiðinu verður haldið áfram með viðgerðir og í framhaldinu verður framhúsið reist.  

 

Námskeiðslýsing
Á námskeiðinu verður fjallað um viðgerðir og breytingar á eldri byggingum og mannvirkjum úr timbri og torfi. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að varðveita byggingasögulegt gildi húsa, á sama tíma og reynt er að koma til móts við kröfur nútímans um endingu. Farið er yfir lög og reglugerðir um húsafriðun, varðveislu, byggingasögu, menningaverðmæti, tæknilegar endurbætur, efnisval, fúa, veðrun, viðgerðir á grind, deililausnir, ástandskönnun og frágang.

 

Kennari á námskeiðinu er Bragi Skúlason húsasmíðameistari og fleiri.  

 

Námskeiðsgjald fyrir stakt námskeið er 55.000 kr. en 90.000 kr. ef bæði námskeiðin eru tekin. Minnt er á að ýmis stéttarfélög taka þátt í kostnaði við námskeið sem félagsmenn þeirra sækja.

 

Skráningarfrestur er til 15. maí 2009.

 

Reynsla af trésmíði er nauðsynleg.

 

Nánari upplýsingar fást

·         á vef Byggðasafns Skagfirðinga http://www.skagafjordur.is/default.asp?cat_id=391

·         hjá Bryndísi Zoëga á bryndisz@skagafjordur.is

·         eða í síma 453-5097.