Nýr minjavörður Vestfjarða
Fornleifauppgröftur í Sandvík, Drangsnesi árið 2020
Lísabet Guðmundsdóttir hefur verið ráðin minjavörður Vestfjarða. Hún er fornleifafræðingur að mennt og mun verja doktorsverkefni sitt í janúar næstkomandi. Lísabet er reynslumikil á sviði menningarminja og hefur starfað við fornleifarannsóknir á Íslandi, Grænlandi og í Noregi. Hérlendis hefur hún verið leiðandi undanfarin ár við björgunarrannsóknir á minjum í hættu við sjávarsíðuna og verið ötull talsmaður minja í hættu. Lísabet mun hefja störf á nýju ári 2024.
Alls bárust 11 umsóknir um stöðuna.