Nýtt leiðbeiningarit
Minjastofnun Íslands hefur birt nýtt leiðbeiningarit þar sem fjallað er um veituframkvæmdir og fornleifar. Um er að ræða leiðbeiningar ætlaðar framkvæmdaraðilum og skipulagsyfirvöldum varðandi hvernig skal bera sig að við skipulagningu veituframkvæmda svo menningarminjar verði ekki fyrir raski. Leiðbeiningarnar voru unnar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og Skipulagsstofnun. Ávallt þarf að hafa samráð við Minjastofnun Íslands um allar framkvæmdir sem valda jarðraski hvort sem um er að ræða plægða jarðstrengi eða annað.
Leiðbeiningaritið má finna í Gagnasafni undir Leiðbeiningarit og einnig hér.