Fara í efni

Rúnar Leifsson forstöðumaður er fulltrúi Íslands á árlegu málþingi EHHF

Árlegt þing EHHF (European Heritage Heads Forum) er haldið í 18. skipti nú um mundir, dagana 4.- 6. desember í Kraká í Póllandi. EHHF er félagsskapur forstöðumanna minjastofnana í ríkjum Evrópusambandsins, innan Evrópska efnahagssvæðisins og í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Á vettvangi EHHF skiptast forstöðumenn á upplýsingum og deila reynslu sinni af stjórnsýslu menningarminja. Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands er fulltrúi Íslands í hópnum.

Umfjöllunarefni þingsins þetta árið er Menningararfur í neyðarástandi (Heritage in emergencies). Þar gefst tækifæri til að ræða þær áskoranir við vernd menningarminja sem skapast í neyðarástandi, hvort sem er af mannavöldum eða vegna náttúruvár. Flóð í Evrópu og stríðið í Úkraínu eru fyrirferðarmikil umræðuefni þetta árið, en Ísland deildi m.a. reynslu minjavörslunar af eldgosum og ofanflóðum.

 

 

Heimasíða EHHF ⇒ European Heritage Heads Forum