Setning Menningararfsárs Evrópu
Þriðjudaginn 30. janúar var Menningararfsár Evrópu sett formlega á Íslandi. Viðburðurinn var haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setti menningararfsárið formlega auk þess sem Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, sagði frá menningararfsárinu, markmiðum þess og dagskrá á Íslandi.
Minjastofnun Íslands var falið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að vera í forsvari vegna skipulagningar Menningararfsárs Evrópu 2018 hér á landi. Minjastofnun sér um um að veita upplýsingar um árið, í samvinnu við aðrar menningarstofnanir sem fara með verndun menningararfsins; Þjóðminjasafn Íslands, Árnastofnun, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands.
Hér má nálgast erindi ráðherra.
Hér má nálgast erindi Kristínar Huldar.