Fara í efni

Starf sérfræðings á sviði skráningarmála

Kortavefsjá Minjastofnunar Íslands
Kortavefsjá Minjastofnunar Íslands

Minjastofnun Íslands er stjórnsýslustofnun sem fer með vernd, rannsóknir, viðhald og aðra umsýslu jarðfastra menningarminja í umboði forsætisráðherra. Stofnunin hefur umsjón með fornleifa- og húsvernd á Íslandi og veitir m.a. leyfi til allra staðbundinna og tímabundinna fornleifarannsókna og lætur eftir föngum skrá allar jarðfastar minjar, hús, mannvirki og fornleifar og styður við rannsóknir og vernd minjanna. Minjastofnun Íslands starfar á grundvelli laga nr. 80/2012. 

Minjastofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði skráningarmála.

Ábyrgð og verksvið:

Móttaka, yfirferð og innsetning skráningargagna. Eftirlit með skráningu menningarminja og gerð staðla og leiðbeininga fyrir hagsmunaaðila.

Starfsmaðurinn kemur einnig að mótun ferla og verklagsreglna er varða skil á gögnum og miðlun upplýsinga um menningarminjar.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.

Mjög góð tölvukunnátta.

Grunnþekking á landupplýsingakerfum.

Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og öguð vinnubrögð.

Færni í íslensku, ensku og helst einu Norðurlandamáli, kostur.

Þekking á uppbyggingu og virkni gagnagrunna, kostur.

 

Minjastofnun Íslands er með starfsstöðvar á eftirfarandi stöðum: Reykjavík, Stykkishólmi, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. 

Um er að ræða fullt starf frá 5. ágúst 2014. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Umsókn með ferilskrá sendist Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík eigi síðar en 26. maí n.k.

Upplýsingar veitir Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður:  kristinhuld@minjastofnun.is eða í síma 57013005701300 og Agnes Stefánsdóttir sviðsstjóri rannsókna- og miðlunarsviðs: agnes@minjastofnun.is, í síma 57013045701304.