Starfsemi í dymbilviku og fram yfir páska
Starfsemi Minjastofnunar verður í lágmarki í dymbilviku. Aðalsímanúmer stofnunarinnar verður opið kl. 9-15 dagana 29.-31. mars en einfaldast er að hafa samband við starfsfólk í gegnum tölvupóst. Hér má nálgast tölvupóstföng allra starfsmanna.
Aðgangur að öllum skrifstofum Minjastofnunar takmarkast nú við starfsfólk stofnunarinnar og gildir sú ráðstöfun til og með 15. apríl, eða svo lengi sem samkomutakmarkanir vegna Covid eru í gildi. Flest starfsfólk stofnunarinnar mun starfa að heiman á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi.
Lokað er yfir páskahátíðina, dagana 1. apríl - 5. apríl.