Fara í efni

Starfsmannamál

Þó nokkrar breytingar eiga sér stað nú þessar vikurnar í starfsmannamálum hjá Minjastofnun. 

Um áramót tók María Gísladóttir, arkitekt, til starfa hjá Minjastofnun Íslands. Skrifstofa hennar á starfsstöðinni í Reykjavík en hún sinnir verkefnum um land allt.

Pétur H. Ármannsson, arkitekt, hefur minnkað við sig vinnu hjá stofnuninni og er nú í 20 % starfi og einungis við á mánudögum.

Tveir starfsmenn hafa nýlega hætt hjá stofnuninni. Magnús Freyr Gíslason, arkitekt á starfsstöðinni á Sauðárkróki, lét af störfum um áramót og um síðustu mánaðamót lét Einar Ísaksson, minjavörður Vestfjarða, einnig af störfum. Sigurður Bergsteinsson, verkefnastjóri, sinnir verkefnum á Vestfjörðum þar til annað verður ákveðið.

Guðlaug Vilbogadóttir, verkefnastjóri, er komin í veikindaleyfi fram í apríl.

Ásta Hermannsdóttir, verkefnastjóri, fer í veikindaleyfi frá og með 14. mars um óákveðinn tíma.

Sólrún Inga Traustadóttir, BA í fornleifafræði og MA í hagnýtri menningarmiðlun, hefur verið ráðin tímabundið til starfa við stofnunina vegna þess mikla álags sem á stofnuninni er og fyrirsjáanlegt er að verði viðvarandi fram á vorið.