Stefna Minjastofnunar Íslands
Stefna um starfsemi Minjastofnunar Íslands hefur verið í vinnslu allt frá árslokum 2014. Nú er þeirri vinnu lokið og má finna PDF eintak af stefnunni hér.
Prentaðri útgáfu af stefnunni verður dreift á allar starfsstöðvar stofnunarinnar á næstu vikum og verða eintök þar aðgengileg áhugasömum.
Verið er að leggja lokahönd á aðgerðaáætlun stefnunnar og verður hún gerð aðgengileg á heimasíðu stofnunarinnar í apríl.
Hvetur Minjastofnun alla þá sem vinna með og/eða eru áhugasamir um menningarminjar og minjavörslu til að kynna sér innihald stefnunnar og hvernig stofnunin ætlar sér að starfa á komandi árum.