Stöng á Selfossi
Minjastofnun Íslands hefur samþykkt erindi sveitarfélagsins Árborgar um flutning rústanna að Stöng í Þjórsárdal til Selfoss í tengslum við tillögu að nýjum miðbæ bæjarins. Bærinn að Stöng verður fluttur á bakka Ölfusár austur af Selfosskirkju. Mun ný staðsetning Stangarbæjarins efla þá mynd sem sett hefur verið fram í nýjum tillögum að miðbæ Selfoss þar sem byggja á upp endurgerðir sögulegra, íslenskra húsa sem nú eru horfin.
Hægt verður að skoða teikningar að tillögunni og útfærslur á aðferðafræði flutningsins á Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík, á milli kl. 11 og 12 í dag.
Hér er fréttin um nýja miðbæinn: http://dfs.is/frettir/7424-ny-heildarsyn-a-miebae-selfoss?fb_action_ids=10153098013168808&fb_action_types=og.comments