Sumarstarfsmenn á Minjastofnun
Í sumar höfum við verið svo heppin hjá Minjastofnun að hafa fengið til liðs við okkur þrælduglega, notalega og sjálfstæða háskólanema sem hafa hjálpað okkur með verkefni sem tengjast lögfræði og miðlun.
Guðný Vilmundardóttir, sem er í framhaldsnámi í lögfræði í HR, hefur fengist við gerð sniðmáta, lagatúlkanir og samanburð á minjalögum og ýmsum lögum sem skarast á við þau.
Arna Inga Arnórsdóttir og Jakob Hermannsson eru nemar við Listaháskólann.
Arna Inga, sem leggur stund á nám í fatahönnun, skapaði litabók um menningarminjar og minjastaði sem mun verða gerð aðgengileg á netinu og prentuð í litlu upplagi.
Jakob, sem leggur stund á nám í grafískri hönnun, hefur m.a. búið til stutt myndbönd með upplýsingum sem minjavarslan vill koma á framfæri. Verða myndböndin öll birt á Facebook-síðu Minjastofnunar.
Við eigum eftir að sakna sumarstarfsmannanna, en þau eru nú flogin á vit nýrra ævintýra.