Fara í efni

Tillaga að friðlýsingu Hólavallagarðs í Reykjavík

© Chili Studio ehf.  og Kirkjugarðar Reykjavíkur.
© Chili Studio ehf. og Kirkjugarðar Reykjavíkur.

Minjastofnun Íslands hefur lagt fram til kynningar tillögu að friðlýsingu Hólavallagarðs, gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu í Reykjavík.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita heildarskipulag garðsins, klukknaport, minningarmörk og ásýnd garðsins. Svæðið sem friðlýsingin tekur til er um 3 ha. að stærð og afmörkun miðast við lóðarmörk eða ytra borð garðveggja.

Friðlýsing hefur ekki áhrif á umhirðu og daglegan rekstur garðsins og áfram verður heimilt að jarðsetja duftker og halda við leiðum í samráði við Kirkjugarða Reykjavíkur, sbr. lög nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til og með 6. nóvember næstkomandi. Athugasemdum má skila með tölvupósti á postur@minjastofnun.is eða senda með pósti til Minjastofnunar Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík.

Tillöguna í heild sinni má nálgast hér: Friðlýsingarskilmálar - Hólavallagarður