Umræðufundir vegna stefnumótunarvinnu
Minjastofnun Íslands boðar til umræðufunda vegna stefnumótunarvinnu stofnunarinnar.
Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum og tímum:
Mánudagur 10. nóv. f.h.: Sauðárkrókur (félagsheimilið Ljósheimar) – kl. 10.30-12.15
Mánudagur 10. nóv. e.h.: Akureyri (HA – stofa N-102) – kl. 15-17
Þriðjudagur 11. nóv: Borgarnes (Menntaskóli Borgarfjarðar) – kl. 14-16
Miðvikudagur 12. nóv: Selfoss (Fjölheimar, gamli Sandvíkurskóli) - kl. 14-16
Fimmtudagur 13. nóv: Ísafjörður (Stjórnsýsluhúsið) - kl. 14-15.45
Mánudagur 17. nóv: Reykjanesbær (bíósalur í Duushúsi) - kl. 14-16
Þriðjudagur 18. nóv: Egilsstaðir (Austurbrú, Tjarnarbraut 39e) - kl. 14-16
Þriðjudagur 2. des: Reykjavík (Hótel Saga) morgunverðarfundur – kl. 8.30-11.30
Athugið að formleg skráning verður á fundinn í Reykjavík og opnað verður fyrir hana fljótlega.
Þeir eru hvattir til velja sér fundarstað og mæta sem hafa hagsmuna að gæta í málaflokknum eða af öðrum ástæðum vilja koma skoðunum á framfæri varðandi stefnu stjórnvalda í minjaverndarmálum.
Undir Minjastofnun Íslands heyra menningarminjar, s.s. fornleifar, hús og önnur mannvirki, skip og bátar, minningamörk og gamlir kirkjugarðar. Nálgast má lög um menningarminjar (80/2012) á síðunni www.althingi.is/altext/stjt/2012.080.html
Meðfylgjandi er hlekkur sem við hvetjum þá aðila sem ætla sér að mæta til að fara inn á og haka þar við á hvaða fund þeir hyggjast mæta. Skráning er ekki bindandi en gefur hugmynd um hvaða fjölda má búast við á hverjum stað og auðveldar þannig skipulagningu fundanna.