Úthlutun viðbótarframlags í húsafriðunarsjóð
Þáttur í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins var að veita 100 milljón króna viðbótarframlag í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrenginum vegna faraldursins. Mennta- og menningarráðuneytið fól Minjastofnun Íslands að ákveða verklag við úthlutun 60 milljón króna af þeirri upphæð í samráði við húsafriðunarnefnd, en 40 milljónir runnu til Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands.
Í ljósi aðstæðna þótti ekki raunhæft að opna fyrir umsóknir um ný verkefni, heldur var ákveðið að líta til þeirra verkefna sem sótt var um styrki til á síðasta umsóknartímabili og mat hefur verið lagt á. Þeim verkefnum var gefin einkunn með tilliti til eftirtalinna matsþátta: efling atvinnulífs, samfélagslegt mikilvægi, gildi frá sjónarhóli minjavörslu og fagleg gæði verkáætlunar. Litið var sérstaklega til verkefna sem ráðast má í strax og ljúka á þessu sumri.
Minjastofnun hefur ákveðið í samráði við húsafriðunarnefnd að veita styrki til 36 verkefna. Flestir styrkirnir eru hækkun á áður veittum styrk, en fjórir styrkjanna eru til verkefna sem ekki var unnt að styrkja í fyrri úthlutun úr sjóðnum, en voru engu að síður talin mjög verðug verkefni.
Upphæðir eru í þús. króna. Allir styrkþegar hafa fengið tölvupóst þar sem fram kemur til hvaða verkþáttar styrkurinn er veittur.
Heiti | Heimilisfang | Sveitarfélag | Styrkur |
Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands | 40.000 | ||
Hljómskálinn | Sóleyjargata 2 | Reykjavík | 4.000 |
Kirkjuvogskirkja | Kirkjuvogur 6 | Reykjanesbær | 400 |
Veghús | Suðurgata 9 | Reykjanesbær | 1.000 |
Kirkjuhvoll | Vatnsleysuströnd | Sveitarfélagið Vogar | 4.100 |
Hlaðan Skjaldbreið | Kálfatjörn | Sveitarfélagið Vogar | 3.100 |
Hlíðartúnshús | Borgarbraut 52 a | Borgarbyggð | 300 |
Leikfimihús | Hvanneyri | Borgarbyggð | 1.500 |
Pakkhús | Brákarbraut 15 | Borgarbyggð | 800 |
Norska húsið | Hafnargata 5 | Stykkishólmsbær | 500 |
Aðalstræti 16 | Aðalstræti 16 | Bolungarvíkurkaupstaður | 500 |
Svarta pakkhúsið Flateyri | Hafnarstræti | Ísafjarðarbær | 800 |
Hrafnseyrarkirkja | Hrafnseyri | Ísafjarðarbær | 270 |
Ranakofinn | Svefneyjar, Breiðafirði | Reykhólahreppur | 1.000 |
Eyrarkirkja | Eyri við Seyðisfjörð | Súðavíkurhreppur | 1.000 |
Síldarverksmiðjan | Djúpavík | Árneshreppur | 1.000 |
Kaldrananeskirkja | Kaldrananesi | Kaldrananeshreppur | 1.500 |
Holtastaðakirkja | Holtastaðir | Blönduósbær | 1.800 |
Sveinsstaðaskóli | Sveinsstaðir | Húnavatnshreppur | 3.000 |
Zontahúsið | Aðalstræti 54 | Akureyrarbær | 2.500 |
Pálshús | Strandgata 4 | Fjallabyggð | 1.500 |
Grundarkirkja | Eyjafirði | Eyjafjarðarsveit | 2.500 |
Bárðarbás | Höfði | Skútustaðahreppur | 1.200 |
Halldórshús - Gamla kaupfélagið, Bakkafirði | Hafnartangi 2 | Langanesbyggð | 2.500 |
Gamla Skipasmíðastöðin | Hafnargata 31 | Seyðisfjarðarkaupstaður | 2.900 |
Gamla Lúðvíkshúsið | Þiljuvellir 13 | Fjarðabyggð | 2.000 |
Lindarbakki | Breiðdalur | Fjarðabyggð | 2.000 |
Bakkaeyri | Bakkaveg | Borgarfjörður eystri | 3.000 |
Gamla kirkjan á Djúpavogi | Steinar 1a | Djúpavogshreppur | 1.500 |
Eyrarbakkakirkja | Búðarstígur 2 | Árborg | 2.000 |
Halldórsbúð | Víkurbraut 21 | Mýrdalshreppur | 3.600 |
Múlakotsskóli á Síðu | Múlakot á Síðu | Skaftárhreppur | 1.000 |
Hnausar | Meðallandi | Skaftárhreppur | 1.000 |
Hólmur | Hólmur | Skaftárhreppur | 1.000 |
Gamli bærinn í Múlakoti | Múlakot | Rangárþing eystra | 1.000 |
Krosskirkja | Rangárþing eystra | 1.230 | |
Fífilbrekka | Reykir í Ölfusi | Ölfus | 1.000 |