Fara í efni

Útslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna

Síðastliðinn fimmtudag, 5. júlí, voru veitt verðlaun fyrir hlutskarpasta verkefnið í Menningarminjakeppni grunnskólanna sem Minjastofnun Íslands stóð fyrir í tilefni af Menningararfsári Evrópu 2018. Menningarminjakeppnin er hluti af stærri viðburði Evrópuráðsins, European Heritage Makers Week.

Vinningshafinn í Menningarminjakeppni grunnskólanna er Magndís Hugrún Valgeirsdóttir, nemandi í 6. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi. Vinningsverkefnið er þriggja mynda vatnslitasería sem sýnir ólíka þætti tilverunnar á hvalveiðistöðinni á Strákatanga við Steingrímsfjörð á meðan hún var starfrækt á sautjándu öld.


Á myndinni má sjá Magndísi Hugrúnu ásamt Karitas H. Gunnarsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála hjá Mennta- og menningamálaráðuneytinu, og Þór Hjaltalín, sviðsstjóra minjavarðasviðs hjá Minjastofnun Íslands.


Hér má sjá myndirnar í seríunni með útskýringum Magndísar á efni myndanna.

 Magndis-1

Mynd 1 sýnir hafið í kringum Strákatanga, varðmennirnir stóðu og horfðu út á Steingrímsfjörð, þeir létu hina hvalveiðimennina vita þegar hvalir sáust og þá fóru átta menn af stað í lítinn bát til þess að veiða hvalina.

 Magndis-2

Mynd 2 sýnir hvalveiðistöðina á Strákatanga.

 Magndis-3

Mynd 3 sýnir hvalveiðimann reykja. Baskarnir áttu tóbak og fallegar pípur sem þeir reyktu á meðan þeir voru á Strákatanga, við fornleifauppgröft fundust pípur. Kannski kenndu basknesku hvalveiðimennirnir Íslendingum að reykja.

 

Annað sætið hrepptu þær Sandra Rós Houe, Þórný Harpa Rósinkranz og Karen Sif Sigurbergsdóttir, nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar, fyrir myndbandsverk um Evanger verksmiðjuna á Siglufirði.

Í þriðja sæti var Guðbjörg Ósk Halldórsdóttir, nemandi í 4. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, en hún samdi örljóð um það sem hún hafði lært í heimsókn á Strákatanga.

Hér má sjá rökstuðning dómnefndar.

 

Sjö verkefni bárust í keppnina frá tveimur skólum, Grunnskólanum á Drangsnesi og Grunnskóla Fjallabyggðar; myndir, ljóð og myndbönd. Í dómnefnd sátu Agnes Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, Helga Maureen Gylfadóttir, verkefnastjóri sýninga hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og Elísa Björg Þorsteinsdóttir, listfræðingur.

 Verkefnin voru öll send inn í European Heritage Makers Week. Hér má finna þá síðu.


Óskar Minjastofnun sigurvegurunum til hamingju og þakkar að sama skapi öllum þeim sem sendu inn verkefni.



Hér má sjá öll verkefnin sem bárust í keppnina:

Grunnskólinn á Drangsnesi

1.               Myndasería eftir Magndísi Hugrúnu Valgeirsdóttur (6. bekk)

a.       Mynd 1 sýnir hafið í kringum Strákatanga, varðmennirnir stóðu og horfðu út á Steingrímsfjörð, þeir létu hina hvalveiðimennina vita þegar hvalir sáust og þá fóru átta menn af stað í lítinn bát til þess að veiða hvalina.

b.       Mynd 2 sýnir hvalveiðistöðina á Strákatanga

c.        Mynd 3 sýnir hvalveiðimann reykja. Baskarnir áttu tóbak og fallegar pípur sem þeir reyktu á meðan þeir voru á Strákatanga, við fornleifauppgröft fundust pípur. Kannski kenndu basknesku hvalveiðimennirnir Íslendingum að reykja.

2.       Blýantsteikning eftir Söru Lind Magnúsdóttur (5. bekk). Tilgátumynd af hvalveiðistöðinni á Strákatanga.

3.       Ljóð eftir Guðbjörgu Ósk Halldórsdóttur (4. bekk). Örljóð um Strákatanga.

 

Grunnskóli Fjallabyggðar

4.     Saga um Kvíabekkjarkirkju

Saga um Kvíabekkjarkirkju

5.       Evanger verksmiðjan á Siglufirði

Evanger verksmiðjan á Siglufirði

6.       Álfkonusteinn á Siglufirði

Álfkonusteinn á Siglufirði

7.       Hörmungar í Héðinsfirði

Hörmungar í Héðinsfirði