Úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu fornleifaverndar á Íslandi
Birt hefur verið úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu fornleifaverndar á Íslandi. Minjastofnun Íslands fagnar skýrslunni og tekur heilshugar undir þær ábendingar sem þar koma fram. Sérstaklega vill stofnunin benda á þriðja kafla skýrslunnar þar sem fjallað er um mikilvægi fornleifaskráningar fyrir íslenskt samfélag og sem grundvöll allrar ákvarðanatöku varðandi nýtingu, rannsóknir og varðveislu minja á Íslandi.
Stöðugt er unnið að endurbótum á verklagi vegna skila gripa og gagna úr fornleifarannsóknum en fjár- og starfsmannaskortur gerir það að verkum að sú vinna hefur gengið hægar en vilji er til hjá Minjastofnun Íslands.
Stefna Minjastofnunar Íslands 2018-2020 var gefin út í mars síðastliðnum. Sú stefna verður til grundvallar starfsemi Minjastofnunar næstu árin og er hægt að nálgast hana á heimasíðu stofnunarinnar www. minjastofnun.is .
Úttekt Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu fornleifaverndar á Íslandi má finna hér.