Verbúðir við Grandagarð í Reykjavík friðaðar
Verbudir
Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun friðaði menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, verbúðir við Grandagarð nr. 15-35, 43-81 og 85-99 í Reykjavík, 26. mars 2009, að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar.
Friðunin nær til ytra byrðis verbúðanna.
Verbúðirnar voru reistar á árunum 1945-1955 eftir uppdráttum Eiríks Einarssonar arkitekts og Valgeirs Björnssonar verkfræðings. Gildi verbúðanna felst bæði í því að þær eru sérstakar gerðar sinnar vegna og í þætti þeirra í atvinnusögunni.