Fara í efni

Verndun menningarminja í þéttbýli - málþing Íslandsdeildar ICOMOS

Íslandsdeild ICOMOS efnir til málþings um verndun menningarminja í þéttbýli í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. september 2019 og hefst það kl. 13.00. Þrír starfsmenn Minjastofnunar Íslands munu flytja erindi á málþinginu.


Fornleifarannsóknir í þéttbýli eru í flestum tilvikum vegna framkvæmda. Framkvæmdarannsóknir vekja gjarnan mikla athygli og í tengslum við þær vakna ýmis álitamál er snerta lagaumhverfi og framkvæmd slíkra rannsókna. Á málþinginu verða kynntir sáttmálar og samþykktir ICOMOS sem snerta verndun minja í þéttbýli. Í sex erindum verður fjallað um ýmsa þætti sem fengist hefur reynsla af í framkvæmdarannsóknum, sem hafa aðallega verið í Reykjavík. Þar hafa á undanförnum árum farið fram umfangsmiklar framkvæmdarannsóknir sem varpa nýju ljósi á upphaf og þróun byggðar í Reykjavík. Með málþinginu vill Íslandsdeild ICOMOS efna til málefnalegrar umræðu um framkvæmdarannsóknir, eðli slíkra rannsókna, takmarkanir sem borgar- og bæjarumhverfi setur fornleifarannsóknum og þau tækifæri sem þær veita til miðlunar og fræðslu.

Dagskrá málþingsins má nálgast hér.


 Að erindum loknum verða pallborðsumræður. Gert er ráð fyrir að málþinginu ljúki kl. 17.00.