Jóladagatal Minjastofnunar Íslands
Í ár verður jóladagatal Minjastofnunar Íslands með aðeins öðru sniði en undanfarin ár. Í stað þess að opna glugga á hverjum degi í desember til jóla og kynna menningarminjar fengum við íslensku jólasveinana með okkur í lið með það að markmiði að vekja athygli á vísindarannsóknum á sviði fornleifafræði. Þeir bræður hafa valið 13 rannsóknir sem fram fóru á árunum 2013 til 2023 og stóðu/hafa staðið yfir í að lágmarki þrjú ár.
Flestar þessara rannsókna hefðu ekki verið mögulegar ef ekki væri fyrir styrki úr hinum ýmsu rannsóknarsjóðum, svo sem fornminjasjóði, Rannís og fleiri innlendum og erlendum sjóðum. Fornleifarannsóknir eru afar mikilvægar fyrir samtímann því þær veita núverandi kynslóðum þekkingu um fortíðina og styrkja sjálfsímynd fólks. Fornleifar hafa líka ákveðið fræðslu- og skemmtanagildi og eru á margan hátt hagkvæmar fyrir ferðaþjónustu en mögulegt er að heimsækja marga minjastaði á landinu og þannig upplifa forna tíma frá fyrstu hendi.