Fara í efni

Áhugavert efni

Á þessari síðu má finna áhugavert efni af ýmsum toga, svo sem efni frá ársfundum Minjastofnunar, skýrslur rannsóknarverkefna sem fengið hafa styrki úr þeim sjóðum sem Minjastofnun úthlutar úr o.fl.

Hér má einnig finna Youtube rás Minjastofnunar þar sem m.a. hafa verið birtar upptökur af ársfundum stofnunarinnar.

Sumarið 2020 störfuðu þrír háskólanemar hjá Minjastofnun Íslands og unnu tveir þeirra að verkefnum tengum miðlun. Þau Jakob Hermannsson og Arna Inga Arnórsdóttir eru bæði nemar við Listaháskóla Íslands og fengu þau það verkefni að vinna að miðlunartengdum verkefnum, ekki síst að gerð kynningarefnis fyrir Minjastofnun og menningarminjar almennt.


Áhugaverðir staðir

Á síðustu árum hefur Minjastofnun Íslands sett upp skilti á nokkrum minjastöðum vítt og breitt um landið í tengslum við uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum.