Fara í efni

16. desember - Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar

Horft til suðurs yfir bæjarhól og tvöfalda túngarða á Réttarkoti/Sólheimum í Fljótum. Ljósmynd: Kári Gunnarsson.
Horft til suðurs yfir bæjarhól og tvöfalda túngarða á Réttarkoti/Sólheimum í Fljótum. Ljósmynd: Kári Gunnarsson.

Verkefnið Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar felur í sér rannsóknir á fornum byggðaleifum í Skagafirði. Á annað þúsund staðir hafa verið rannsakaðir með könnunarskurðum eða kjarnaborum en þar fyrir utan hafa fjölmargar minjar verið mældar upp. Rannsóknirnar hafa bætt miklu við fyrirliggjandi þekkingu á aldri, gerð og legu elstu byggðaleifa í héraðinu. Áhersla hefur verið lögð á staði sem komið hafa í ljós við vettvangsferðir byggðasöguritara. Oft er þá um að ræða staði sem heimildir nefna en hafa annað hvort týnst eða að fjöldi og gerð minja gefa til kynna eldri og/eða flóknari byggðasögu en ætluð hefur verið. Rannsóknin miðar einnig að því að gera heildstæða könnun á byggðasögu jaðarsvæða svo sem hálendis, eyðidala, eyja og sellanda. Þannig hafa safnast upplýsingar um byggðaleifar sem ólíklegt er að hefðu orðið rannsóknarefni vegna þess hve úr leið þær eru.

Allt frá árinu 2003 hafa forsvarsmenn Byggðasögu Skagafjarðar og starfsfólk Fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga unnið í samstarfi að verkefninu.

Stjórnandi: Guðný Zoëga, fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga.

 

Skýrslur rannsóknarinnar

2013 - Málmey á Skagafirði. Byggðasögurannsókn 

2013 - Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar VI - byggðasögurannsókn

2013 - Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar VII - byggðasögurannsókn

2014 - Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar VIII - byggðasögurannsókn

2016 - Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar IX - byggðasögurannsókn

2017 - Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar X - byggðasögurannsókn

2018 - Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar XI - byggðasögurannsókn

2019 - Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar XII - byggðasögurannsókn

 

Facebooksíða Byggðasafns Skagfirðinga:

Byggðasafn Skagfirðinga

Heimasíða Byggðasafns Skagfirðinga

https://www.glaumbaer.is/

 

 

Þessi færsla er unninn upp úr gögnum sem skilað er inn til Minjastofnunar við lok hvers rannsóknarárs.