Starf minjavarðar Austurlands laust til umsóknar
Minjastofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf minjavarðar Austurlands
Ábyrgð og verksvið:
Starfssvið minjavarðar Austurlands er í samræmi við ákvæði í lögum nr. 80/2012. Starfssvæði hans nær yfir allt Austurland frá Vopnafjarðarhreppi að Djúpavogshreppi. Minjavörður hefur umsjón og eftirlit með minjum á svæðinu og er umsagnaraðili og ráðgjafi vegna framkvæmda er snerta minjavernd. Minjavörður fer með daglega stjórn skrifstofu minjavarðar, stýrir minjaráði og ber að stuðla að markvissri starfsemi í minjavernd á svæðinu, viðhaldi minja og sjálfbærri nýtingu þeirra. Hann sér um gerð verkáætlana í samræmi við stefnu Minjastofnunar Íslands. Hann ber ábyrgð á að áherslur og forgangsröðun verkefna samrýmist stefnu Minjastofnunar Íslands og fjárhagsramma stofnunarinnar.
Nánari upplýsingar um starf minjavarðar er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands: www.minjastofnun.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er áskilin.
Stjórnunarreynsla og hæfni í mannlegum samskiptum eru áskilin.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð eru áskilin.
Færni í íslensku, ensku og helst einu Norðurlandamáli, jafnt töluðu sem rituðu máli.
Um er að ræða fullt starf frá 4. janúar 2016. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.
Umsókn með ferilskrá sendist Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík eigi síðar en 20. október n.k.
Upplýsingar veitir Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður: kristinhuld@minjastofnun.is eða í síma 5701300 og Þór Hjaltalín sviðsstjóri minjavarðasviðs: thor@minjastofnun.is, í síma 5701314.