24. desember - Keflavík í Hegranesi
Sumarið 2015 hófst uppgröftur á kirkjugarði úr frumkristni í Keflavík, Hegranesi í Skagafirði. Við uppgröftinn kom í ljós kirkja í miðjum kirkjugarðinum. Hún hefur verið timburkirkja með hornstoðum og torfvegg á tveimur hliðum. Timburgólf hefur verið í kirkjunni og mátti greina för eftir þverbita og gólfborð. Kirkjan hefur verið endurbyggð a.m.k. tvisvar, seinast í upphafi 12. aldar. Við rannsóknina kom í ljós að kórnum hefur verið bætt við kirkjuna einhvern tímann á fyrri hluta 11. aldar. Kirkjan stóð í miðjum hringlaga kirkjugarði sem var 15 m í þvermál. Kirkjugarðsveggurinn hefur verið úr torfi en hann hefur verið fjarlægður eða sléttað úr honum þegar garðurinn og/eða kirkjan voru aflögð. Alls fundust 50 grafir í garðinum sem innihéldu 46 beinagrindur, en fjórar grafanna höfðu verið tæmdar á 12. öld og beinin flutt úr þeim.
Rannsóknin er samstarfsverkefni Byggðasafn Skagfirðinga, Fiske Center for Archaeological Research og UMass Boston.
Stjórnandi: Guðný Zoëga, Byggðasafni Skagfirðinga.
Drónaflug yfir kirkjugarðinn
Um rannsóknina hjá Fiske Center for Archaeological Research
Bloggsíða um rannsóknina (á ensku)
Skýrslur rannsóknarinnar
Þessi færsla er unninn upp úr gögnum sem skilað er inn til Minjastofnunar við lok hvers rannsóknarárs.