13. desember - Móakot á Seltjarnarnesi
Fornleifarannsóknir í Nesi við Seltjörn – Móakot
Móakot var hjáleiga frá stórbýlinu Nesi á Seltjarnarnesi. Ritaðar heimildir um staðinn ná aftur til byrjun 18. aldar en rannsóknin hefur sýnt fram á að þar hefur verið búseta a.m.k. á 16./17.öld og jafnvel.
Uppgröftur fór fram á bæjarstæði Móakots á árunum 2013 til 2017 sem hluti af vettvangsnámi fornleifafræðinema við Háskóla Íslands. Vettvangsnámið var fært í Árbæ á Árbæjarsafni en rannsóknum var þó haldið áfram í Móakoti til ársins 2020. Rannsóknin er hluti af stærra langtímaverkefni sem snýr að því að rannsaka fornleifar í Nesi og nágrenni. Í Móakoti var sérstaklega verið að skoða efnismenningu þessarar fátæku hjáleigu sem er staðsett í nánasta nágrenni við stórbýlið Nes og síðar Nesstofu. Einnig var markmið rannsóknarinnar að komast að því hvenær búseta hófst í Móakoti og hvenær kotið var yfirgefið. Rannsóknin hefur leitt í ljós nokkur byggingarstig á hjáleigunni, það yngsta er frá 19. öld og það elsta a.m.k. frá 16. öld. Enn er að finna mannvist undir elsta fasanum og því ekki öll kurl komin til grafar hvenær búseta hefst á staðnum. Fjölmargir gripir hafa fundist við rannsóknina sem tengjast sjósókn, s.s. fiskasleggjur, önglar og lóð ýmiskonar. Einnig mikið magn af fiskbeinum og ljóst að verkun og vinnsla á fiski hefur skipað stóran sess í lífi ábúenda.
Stjórnendur: Dr. Gavin Lucas og Sólrún Inga Traustadóttir, Háskóli Íslands.
Rannsóknin á Facebook
Um rannsóknina á heimasíðu Háskóla Íslands
Skýrslur rannsóknar
2013 - Fornleifarannsókn í Móakoti 2013. Framvinduskýrsla
2014 - Fornleifarannsókn í Móakoti 2014. Framvinduskýrsla
2015 - Fornleifarannsókn í Móakoti 2015. Framvinduskýrsla
2016 - Fornleifarannsókn í Móakoti 2016. Framvinduskýrsla
2017 - Fornleifarannsókn í Móakoti 2017. Framvinduskýrsla
2018 - Archaeological Investigations at Móakot 2018. Progress Report
2019 - Archaeological Investigations at Móakot 2019. Progress Report
2020 - Archaeological Investigations at Móakot 2020. Progress Report
Þessi færsla er unninn upp úr gögnum sem skilað er inn til Minjastofnunar við lok hvers rannsóknarárs.