Í tilefni af því að árið 2019 voru 75 ár liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi, standa forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofa í Reykholti fyrir átaksverkefni til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda.
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2023.
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember og stefnt er að því að úthlutun liggi fyrir eigi síðar en 15. mars 2023.
Málþing um verkþekkingu við sjávarsíðuna verður haldið á vegum Vitafélagsins í Sjóminjasafninu, Grandagarði, laugardaginn 17. september kl. 14.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis!