Brotist var inn í kerfið hjá okkur í gærkvöldi og í morgun og tölvupóstar sendir frá Minjaverði Norðurlands vestra, gudmundur@minjastofnun.is. Sjá meðfylgjandi mynd.
Við kynnum til leiks nýja þekju í vefsjánni okkar er nefnist Fornleifaskráning, vinnuskrá. Í þekjunni er að finna skráningargögn í formi punktastaðsetningar og í sumum tilvikum eru hlekkir á viðeigandi skráningaskýrslur.
Á síðustu árum hefur farið fram mikilvæg vinna í að marka stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi. Vinnan við stefnuna hófst í lok árs 2020.
Vegna tímabundinnar manneklu og anna hjá Minjastofnun Íslands kann afgreiðsla mála að taka lengri tíma en venjulega. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Þann 30. desember 2022 tók gildi breyting á lögum nr. 80/2012 um menningarminjar er varðar aldursmörk friðaðra og umsagnarskyldra húsa og mannvirkja. Annars vegar féll úr gildi svokölluð hundrað ára regla um friðuð hús og er í dag miðað við fast ártal. Eftir breytingu hljóðar 1. mgr. 29. gr. laganna svo:
Í tilefni af því að árið 2019 voru 75 ár liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi, standa forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofa í Reykholti fyrir átaksverkefni til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda.