07.10.2024
Menningarminjadagar Evrópu 2024 fóru fram í september síðastliðnum þar sem þema ársins var leiðir, samskipti og tengingar. Alls tóku sjö skipuleggjendur þátt sem voru samanlagt með 14 viðburði er dreifðust yfir mánuðinn. Skipuleggjendur voru Borgarsögusafn Reykjavíkur, Elliðaárstöð, Kirkjugarðar Reykjavíkur, Samband íslenskra listamanna, Skálholt, Skriðuklaustur og Þura – Þuríður Sigurðardóttir, söng- og myndlistarkona.