Friðlýsing Skrúðs á Núpi í Dýrafirði
09.10.2023
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í síðustu viku friðlýsingu Skrúðs á Núpi í Dýrafirði. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til ráðuneytisins.