Jóladagatal Minjastofnunar Íslands
09.12.2024
Í ár verður jóladagatal Minjastofnunar Íslands með aðeins öðru sniði en undanfarin ár. Í stað þess að opna glugga á hverjum degi í desember til jóla fengum við íslensku jólasveinana með okkur í lið með það að markmiði að vekja athygli á vísindarannsóknum á sviði fornleifafræði. Þeir bræður hafa valið 13 rannsóknir sem fram fóru á árunum 2013 til 2023 og stóðu/hafa staðið yfir í að lágmarki þrjú ár.