14. desember - Arfabót á Mýrdalssandi
14.12.2024
Markmið rannsóknarinnar í Arfabót er að rannsaka formfræði húsakynna og lífsviðurværi fólksins sem bjó í Arfabót. Einnig er ætlunin að kanna áhrif Kötlugosa á byggðina á Mýrdalssandi en Katla hefur gosið mörgum sinnum á sögulegum tíma og áhrif gosanna á byggðina í næsta nágrenni hefur verið mikil.