Fara í efni

Jóladagatal 2024

14. desember - Arfabót á Mýrdalssandi

14.12.2024
Markmið rannsóknarinnar í Arfabót er að rannsaka formfræði húsakynna og lífsviðurværi fólksins sem bjó í Arfabót. Einnig er ætlunin að kanna áhrif Kötlugosa á byggðina á Mýrdalssandi en Katla hefur gosið mörgum sinnum á sögulegum tíma og áhrif gosanna á byggðina í næsta nágrenni hefur verið mikil.
Rústirnar í Arfabót árið 2020. ©Fornleifafræðistofan.

13. desember - Móakot á Seltjarnarnesi

13.12.2024
Móakot var hjáleiga frá stórbýlinu Nesi á Seltjarnarnesi. Ritaðar heimildir um staðinn ná aftur til byrjun 18. aldar en rannsóknin hefur sýnt fram á að þar hefur verið búseta a.m.k. á 16./17.öld.
Nemendur við uppgröft í Móakoti árið 2017. Myndin er tekin ofan af þaki

12. desember - Þingeyrar í Húnaþingi

12.12.2024
Þingeyrar er bær og kirkjustaður í Húnaþingi á Norðvesturlandi. Þar var rekið klaustur frá 1133 til siðaskipta. Vettvangsrannsókn á Þingeyrum hófst sem liður í rannsóknarverkefninu Kortlagning klaustra á Íslandi.
Yfirlitsmynd af uppgraftarsvæðum á Þingeyrum. Mynd úr gagnasafni Minjastofnunar Íslands. © Þingeyrarrannsóknin.

Jóladagatal Minjastofnunar Íslands

09.12.2024
Í ár verður jóladagatal Minjastofnunar Íslands með aðeins öðru sniði en undanfarin ár. Í stað þess að opna glugga á hverjum degi í desember til jóla fengum við íslensku jólasveinana með okkur í lið með það að markmiði að vekja athygli á vísindarannsóknum á sviði fornleifafræði. Þeir bræður hafa valið 13 rannsóknir sem fram fóru á árunum 2013 til 2023 og stóðu/hafa staðið yfir í að lágmarki þrjú ár.