Fara í efni

12. desember - Þingeyrar í Húnaþingi

Yfirlitsmynd af uppgraftarsvæðum á Þingeyrum. Mynd úr gagnasafni Minjastofnunar Íslands. © Þingeyrarrannsóknin.
Yfirlitsmynd af uppgraftarsvæðum á Þingeyrum. Mynd úr gagnasafni Minjastofnunar Íslands. © Þingeyrarrannsóknin.

Þingeyrar - Klaustur á Íslandi

Þingeyrar er bær og kirkjustaður í Húnaþingi á Norðvesturlandi. Þar var rekið klaustur frá 1133 til siðaskipta. Vettvangsrannsókn á Þingeyrum hófst sem liður í rannsóknarverkefninu Kortlagning klaustra á Íslandi. Tilgangur þess var að skrá minjar um klaustrin sem voru starfrækt á Íslandi á miðöldum, meta umfang þeirra og varðveislu. Uppgröftur á Þingeyrum hófst sumarið 2018 en síðar varð uppgröfturinn liður í stærra verkefni sem miðar að því að skrá og rannsaka sögu ritmenningar í Þingeyraklaustri. 

 

 

Við uppgröft á Þingeyrum hefur ýmislegt komið upp úr sverði, einna helst eru það mannvirki frá klausturtíma sem hafa fundist og þar á meðal er hluti klausturkirkjunnar. Einnig hafa fundist grafir frá 20. öld en þær hafa verið grafnar gegnum minjar frá eldri tíð og hafa því valdið töluverðu raski. Nýlega var opnað nýtt svæði, sem er utan gamla kirkjugarðsins og því laust við raskið sem honum fylgir. Margir áhugaverðir gripir hafa fundist við rannsóknina, m.a. bókarkápa úr leðri, hringur úr gulli með útskornum rauðum steini og flauelshúfa með knipluðum blúndum úr silfurþráðum.

 

 

Stjórnandi: Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, Háskóli Íslands.

 

Skýrslur rannsóknar

2014 - Kortlagning klaustra á Íslandi. Þingeyrar - Trumbsvalir

2015 - Kortlagning klaustra á Íslandi. Þingeyrar

2016 - Kortlagning klaustra á Íslandi. Þingeyrar

2017 - Kortlagning klaustra á Íslandi. Þingeyrar

2018 - Þingeyraverkefnið. Áfangaskýrsla 2018

2020 - Grafið í rústir Þingeyraklausturs. Áfangaskýrsla 2020

2021 - Grafið í rústir Þingeyraklausturs. Áfangaskýrsla 2021

Þessi færsla er unninn upp úr gögnum sem skilað er við lok hvers rannsóknarárs.